Húslestur bókamerki

Bókamerkið “Húslestur” hannaði eiginmaður minn Ingimundur Þór Þorsteinsson. Á bakhlið umbúðanna hefur hann ritað þetta.     “Þetta bókamerki ber nafnið “Húslestur”.  Það er sýn okkar að húslestur nútímans megi leiða okkur til betri vegar á hverjum degi. Valið lestrarefni og gagnrýnin hugsun gefur af sér þekkingu sem ber ávöxt. Njótið vel !”

Öll bókamerki kosta 3.500 kr

Hér eru tvær myndir sem sýna hvernig merkið situr í bók.


Húslestur er fáanlegur með textanum:

  1. Heima er best (rúnir)
  2. Bók er næring
  3. Drottinn blessi heimilið
  4. Húslestur
  5. Reykjavík
  6. Ísland

Merkið festist vel í bókinni og stendur lítið upp úr bókinni. Á endanum eru hafðir til skemmtunar sér íslensku stafirnir “þ” og “ð”. Stafurinn “Þ” er upphaflega úr germönskum rúnum.Stafurinn “ð” er tekið úr engilsaxneskri skrift.  Báðir stafirnir teljast til sterkra sérkenna íslenskrar tungu.

Umbúðirnar prýða þessa gamla mynd sem máluð var af danska málaranum August Schiött árið 1861 og sýnir kvöldvöku í torfbæ á Íslandi.  Það má alveg leiða hugann af því hversu mikilvæg kvöldvaka er í íslenskri menningarsögu og velta fyrir sér spurningunum…Hvað gerðu Íslendingar við gömlu torfbæina og hvernig er kvöldvaka nútímans ?

Húslestur í pakkningum_small